Kostnaður við Bagdrop farangursþjónustu ræðst á nokkrum þáttum, eins og t.d:
Hversu margar töskur þú vilt innrita.
Þú getur notað verðreiknivélina á heimasíðunni okkar. Þú einfaldlega slærð inn fjölda á töskum og fylgihlutum sem þú vilt innrita og reiknivélin sér um rest.
Við setjum engin takmörk fyrir því hversu margar töskur við getum innritað fyrir þig. Fjöldinn fer eftir því hver farangursheimild þín er hjá flugfélaginu eða hversu mikinn auka farangur þú hefur greitt fyrir
Hafðu samband við þjónustuver okkar með tölvupósti: bagsupport@oryggi.is eða í síma: 5302444
Ef þú kýst að mæta ekki í flugið getur þú afpantað þjónustuna með því að hafa samband við þjónustuver okkar: bagsupport@oryggi.is eða í síma 530-2444.
Ef þú veist af því áður en töskurnar eru innritaðar hjá flugfélaginu: Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 530-2444 eins fljótt og hægt er. Eftir það munum við hjálpa þér að finna ákjósanlegustu leiðina, eins og að skila töskunum aftur til þín (þú verður ábyrgur fyrir endursendingargjöldum samkvæmt skilmálum okkar) eða að öðrum kosti munum við innrita þær í endurbókað flug. Ef þú kemst að því eftir að þú hefur innritað þig, skaltu hafa samband við flugfélagið.
Ef þú veist af því áður en töskurnar eru innritaðar hjá flugfélaginu: Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 530-2444 eins fljótt og hægt er. Eftir það munum við hjálpa þér að finna ákjósanlegustu leiðina, eins og að skila töskunum aftur til þín (þú verður ábyrgur fyrir endursendingargjöldum samkvæmt skilmálum okkar) eða að öðrum kosti munum við innrita þær í endurbókað flug. Ef þú kemst að því eftir að þú hefur innritað þig, skaltu hafa samband við flugfélagið.
Þú getur afpantað pöntunina og fengið hana endurgreidda allt að tveimur tímum fyrir áætlaðan afhendingartíma. Hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 530-2444. Til að fá pöntunina endurgreidda þarf að hafa samband við okkur að minnsta kosti tveimur tímum fyrir áætlaðan afhendingartíma. Allar afpantanir eftir þann tíma verða gjaldfærðar að fullum kostnaði pöntunar til að standa straum af bókunartímanum og útkalli ökumanns.
Ef þú ert eigandi töskunnar og innihalds hennar þarftu að vera til staðar þegar töskurnar eru sóttar. Ef fjölskylda frá sama heimili pantar þjónustuna saman, þarf aðeins einn fulltrúi hennar að vera á staðnum.
Já, þegar þú pantar þjónustuna getur þú valið úr lista yfir laus tímahólf.
Já. Þegar búið er að innrita töskurnar fara þær vanalega alla leið á lokaákvörðunarstað í flugbókuninni eins og venja er. Hins vegar þarf að fylgja reglum sem gilda í hverju landi. Til dæmis, þegar ferðast er gegnum sum lönd þarf að sækja töskurnar í farangursafgreiðsluna, fara með þær í gegnum tollinn og koma þeim síðan á tiltekið færiband.
Hægt er að panta þjónustuna með eins miklum fyrirvara og þú vilt.
Hins vegar þarf pöntun að berast í síðasta lagi fyrir kl. 14:00 daginn fyrir flug.
Daginn fyrir flug. Töskurnar verða alltaf innritaðar milli 23:00 - 01:00 nóttina fyrir flugið.
Bagdrop þjónar eins og er flugi Icelandair og Play frá Keflavíkurflugvelli.
Bagdrop er nú að skoða að koma á komuþjónustu sem mun breyta upplifun viðskiptavina okkar eftir lendingu. Þessi nýja þjónusta, þar sem taskan/töskurnar eru sóttar af færibandinu, færðar gegnum tollskoðun og fluttar á lokaáfangastað er í vinnslu fyrir framtíðina.
Þú munt fá SMS/tölvupóst frá okkur með staðfestum afhendingartíma.
Aðilinn sem er skráður fyrir einstakri tösku þarf að vera á staðnum við afhendingu (eigandi tösku: Sá einstaklingur sem tengdur er töskunni í flugbókuninni).
Vegabréf og innritaðan flugmiða ásamt staðfestingarkóða frá Bagdrop (þú ættir að hafa fengið hann í tölvupósti).
Já, bæði rafræn og prentuð útgáfa eru í lagi.
Sömu skilríki með mynd og þú notar sem ferðaskilríki á flugvellinum og þau sömu og þú notaðir við pöntun þjónustunnar.
Þú myndir þurfa að hafa samband við flugfélagið vegna þessa.
Þú munt fá SMS/tölvupóst þegar töskurnar eru lagðar af stað og þegar búið er að koma töskunum í hendur flugfélagsins.
Já, algjörlega. Við nálgumst allt af öryggi og töskurnar þínar verða alltaf með starfsfólki okkar og eru aldrei skildar eftir eftirlitslausar. Hér eru nokkur dæmi um hvernig við tryggjum öryggi ferla hjá okkur:
Við berum ábyrgð á öryggi farangursins frá því hann er sóttur og þar til hann er innritaður og afhentur þínu flugfélagi.
Við skiljum að það er mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar að geta treyst okkur og við höfum byggt upp vöruna okkar og þjónustuna með það í huga.
Þú færð alltaf að vita af öllum breytingum á ferðum og innritun. Við höfum komið fyrir eftirlitsmyndavélum í farartækjum okkar þannig að töskurnar eru alltaf undir eftirliti.
Þú getur alltaf haft samband við þjónustuver okkar á netfanginu: bagsupport@oryggi.is eða í síma 530-2444.
Bílstjórar okkar sjá um farangurinn af einstakri fagmennsku og töskurnar eru meðhöndlaðar af virðingu og gætni. Við skoðum hverja tösku vandlega þegar þær eru afhentar og aftur áður en þær eru innritaðar og afhentar flugfélaginu, til að ganga úr skugga um ástand þeirra þegar þær koma í okkar umsjá og þegar við látum þær af hendi. Ef þú telur að töskur eða eigur þínar hafi skemmst í flutningunum, hafðu þá vinsamlegast samband við þjónustudeildina okkar sem mun vinna með þér og flugfélaginu til að komast að því hvað gæti hafa farið úrskeiðis. Símanúmer: 530-2444.
Ef við erum ekki búin að innrita farangurinn hjá flugfélaginu og þú þarft nauðsynlega að breyta eða bæta einhverju við innihald hans, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 530-2444. Ef við þurfum að skila töskunni/töskunum til þín aftur, þarftu að innrita þær sjálf/ur án þess að fá endurgreitt, eins og útskýrt er í skilmálum okkar.
Ef farangur skilar sér ekki á áfangastað, þarf að tilkynna það á flugvellinum.
Hafðu samband við þjónustuver með tölvupósti til bagsupport@oryggi.is eða í síma 530-2444. Ef farangurinn birtist ekki á færibandinu á áfangastað þýðir það að hann hefur orðið viðskila í meðförum flugfélagsins. Þá þarftu að tilkynna flugfélaginu á flugvellinum um týndan farangur. Ef þessar óheppilegu aðstæður skapast er það á ábyrgð flugfélagsins og því ber Bagdrop ekki ábyrgð né munum við geta veitt þér aðstoð í því tilfelli.
Þú getur fundið svör við helstu spurningum undir flipanum "Algengar spurningar" og í netspjalli. Ef þig vantar ítarlegri aðstoð, getur þú líka haft samband við þjónustuver okkar hjá bagsupport@oryggi.is eða í síma: 530-2444.
Við vinnum hörðum höndum að því að veita hverjum viðskiptavini okkar bestu þjónustu sem mögulegt er.
Við viljum fá að vita ef eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá þér, eða hvort þú vilt upplýsa okkur um eitthvað sem við getum gert betur.
Vinsamlegast hafðu samband við okkur. bagsupport@oryggi.is og við munum svara þér.
ÞJÓNUSTUVER | 5302444
Opið milli kl. 8:00-19:00 alla daga
BSÍ UMFERÐARMIÐSTÖÐ
Opið milli kl. 07:00-19:00 alla daga