SKILMÁLAR

SKILMÁLAR UM FARANGURSÞJÓNUSTU


Skilmálar þessir gilda um samkomulag Öryggismiðstöðvar Íslands hf. (hér eftir einnig „þjónustuveitandi“) og þess einstaklings (hér eftir “viðskiptavinur”) sem ætlar að nýta farangursþjónustu þjónustuveitanda (hér eftir „þjónustan“).


Skilmálar þessir, ásamt pöntun viðskiptavinar og eftir atvikum, önnur samskipti mynda samning þjónustuveitanda og viðskiptavinar um þjónustuna. Viðskiptavinir eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir notast við þjónustuna.



Með því að nota þjónustu, vefsíðu og vefverslun þjónustuveitanda samþykkir og viðurkennir viðskiptavinur að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.

1.1.  Í skilmálum þessum, þar sem samhengi texta leyfir, skulu eftirfarandi hugtök skilgreind með þeim hætti sem hér segir:


Aflýsing: Afturköllun þjónustuveitanda á þjónustu.


Afpöntun: Beiðni viðskiptavinar um að pöntun verði afturkölluð.


Afhendingartími: Áætlaður móttökutími þjónustuveitanda á farangri samkvæmt pöntun.



Aukafarangursgjöld: Öll aukagjöld sem flugfélag innheimtir vegna farangurs, þ.m.t. vegna þess að farangur er í yfirþyngd, yfirstærð eða að öðru leyti ekki í samræmi við farangursheimild viðskiptavinar hjá Flugfélagi.


Brottfarartími flugs: Áætlaður brottfarartími flugs samkvæmt pöntun.


Farangur: Ferðataska og annar farangur viðskiptavinar sem flytja á samkvæmt pöntun.


Flugfélag: Flugfélag sem er í samstarfi við þjónustuveitanda og heimilar notkun á þjónustu þjónustuveitanda vegna flugs á vegum flugfélagsins. Yfirlit yfir alla samstarfsaðila þjónustuveitanda er að finna á heimasíðu þjónustuveitanda.


Flugvöllur: Flugvöllurinn sem pöntunin varðar og óskað er að farangur verði fluttur til.


Óheimill farangur: farangur sem inniheldur i) hluti sem flugfarþegi má ekki hafa með í farangri samkvæmt skilmálum flugfélags, ii) hluti sem eru óheimilir á flugvelli samkvæmt rekstraraðila flugvallar, iii) hluti sem eru ólöglegir í landinu sem ferðast er til eða frá, og iv) aðrir hlutir sem eru að öðru leyti óheimilir eða kunna að vera hættulegir öðrum flugfarþegum, þ.m.t. en ekki eingöngu: skotfæri, sprengihettur, hvellhettur og sprengiþræðir, eftirlíkingar eða eftirgerðir af sprengibúnaði, jarðsprengjur, handsprengjur og aðrar sprengifimar hernaðarbirgðir, skoteldar og aðrar flugeldavörur, reykhylki og reykdósir, dínamít, byssupúður og plastsprengiefni, vopn af hvaða tagi sem er (þ.m.t. skotvopn, eggvopn, kastvopn, varnarúða o.s.frv.), eitruð efni, ætandi efni, þjappaðar lofttegundir undri þrýstingi, smitandi efni, oxandi efni, eldfimir vökvar og föst efni, lyf og snyrtivörur, töskur eða ílát með innbyggðum þjófavarnabúnaði sem inniheldur litíum rafhlöður eða sprengibúnað, rafmagnstæki, þ.m.t. farartæki eins og rafhlaupahjól, sem innihalda litíum rafhlöður, geislavirk efni og hvers kyns dýr, búfé og matvæli.


Pöntun Beiðni viðskiptavinar um þjónustu samkvæmt skilmálum þessum.


Útilokaður farangur: hvers kyns viðkvæmir og/eða verðmætir munir, þ.m.t. raftæki, gimsteinar, góðmálmar, úr, skartgripir, gler, feldur, postulín, listaverk, fornmunir, lyfseðilsskyld lyf, viðkvæmir munir, leifar af mönnum eða dýrum, peningar, ávísunarhefti, ferðaávísanir, handhafaskuldabréf, víxlar, stimplar, ljósmyndir, eignarréttarskjöl (s.s. afsal eða kaupsamningur), inneignarnótur, greiðslukort, áfengi og sígarettur og hvers kyns aðrir munir sem þjónustuveitandi getur talið að sé verðmætt eða sem innbústryggingaaðili gæti búist við að verða sérstaklega tilkynnt um;


Viðbótarkostnaður: Aukafarangursgjöld og annar kostnaður sem þjónustuveitandi innheimtir til viðbótar við upphaflegt gjald fyrir þjónustuna ef aukinn kostnaður verður til við framkvæmd þjónustu.


Viðskiptavinur: Viðskiptavinur er sá aðili sem á viðskipti við þjónustuveitanda í gegnum vefverslun, er tilgreindur farþegi á brottfararspjaldi og er skráður kaupandi á reikningi.


Þjónusta Móttaka, flutningur og afhending farangurs frá viðskiptavini til flugfélags sem innritar farangur.


Þjónustuveitandi: Öryggismiðstöð Íslands hf. kt. 410995-3369, með skrifstofu að Askalind 1 201 Kópavogi



2.1.  Viðskiptavinur samþykkir þessa skilmála með pöntun á þjónustu. Skilmálar þessir, ásamt pöntun viðskiptavinar og eftir atvikum, önnur samskipti mynda samning þjónustuveitanda og viðskiptavinar um þjónustuna.


2.2.  Þegar viðskiptavinur hefur staðfest pöntun sendir þjónustuveitandi honum skilaboð um að pöntun hafi verið staðfest. Einnig er staðfesting á pöntun afhent með rafrænum hætti og telst móttekin þegar notandi hefur aðgang að henni. Þegar staðfesting pöntunar er birt viðskiptavini er kominn á rafrænn samningur með aðilum um viðskiptin með þeim skilmálum sem hér greinir.


2.3.  Þjónustuveitanda er heimilt að hafna pöntun á þjónustu. Ef pöntun er hafnað verður sendur tölvupóstur þess efnis. Þjónustuveitanda er valkvætt hvort hann gefi upp ástæður höfnunarinnar.


2.4.  Þjónustuveitandi mun leitast við að hvorki breyta né hætta við pantaða þjónustu í kjölfar staðfestingar. Komi til þess að þjónustuveitandi ákveði að breyta pöntun mun þjónustuveitandi framkvæma þær breytingar í samræmi við skilmála þessa. Viðskiptavinur verður upplýstur um breytingar á pöntun.


2.5.  Viðskiptavini ber að láta þjónustuveitanda hafa gilt eigið símanúmer og netfang til að tryggja að hægt sé að hafa samband við viðskiptavin vegna pöntunarinnar. Ef ekki næst í viðskiptavin eftir þeim upplýsingum sem hann hefur gefið þjónustuveitanda, er þjónustuveitanda heimilt að aflýsa pöntuninni samstundis.


2.6.  Viðskiptavinur skal tryggja að allar upplýsingar, þ.m.t. um greiðslukort séu réttar frá þeim tíma þegar pöntun er lögð inn hjá þjónustuveitanda og þar til þjónustunni er lokið. Ef upplýsingar eru rangar er þjónustuveitanda heimilt að aflýsa pöntuninni samstundis.


2.7.  Ef pöntunin varðar bröttför fer um þjónustuna samkvæmt viðauka A.


2.8.  Ef pöntunin varðar heimför fer um þjónustuna samkvæmt viðauka B.

3.1.   Verð á þjónustu er í samræmi við verðskrá. Hægt er reikna áætlað verð fyrir þjónustu með reiknivél á vefsíðu þjónustuveitanda. Heildarkostnaður viðskiptavinar er tekinn fram áður en notandi staðfestir pöntun, þ.e. fjárhæð þjónustukaupa, kostnaður vegna sendingar, og virðisaukaskattur. Upplýsingar um heildarkostnað eru birtar með fyrirvara um breytingar sem kunna að vera gerðar á pöntun eða viðbótarkostnaðar sem kann að koma til.


3.2.   Verð á þjónustu er gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Verð geta breyst án fyrirvara. Í þeim viðskiptum sem stofnað er til í vefverslun gildir það verð sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu.


3.3.   Þjónustuveitanda er heimilt að breyta einhliða verði fyrir þjónustu á hverjum tíma. Ef verðbreytingar verða á milli þess sem viðskiptavinur pantar þjónustu og pöntunarstaðfestingar mun þjónustuveitandi hafa samband við viðskiptavin áður en pöntunin tekur gildi.



3.4.   Þegar pöntun hefur verið staðfest er kostnaður reikningsfærður hjá viðskiptavini og innheimtur með færslu á greiðslukort sem viðskiptavinur tilgreinir. Allar greiðslur eru framkvæmdar með öruggri greiðslugátt. Þjónustuveitandi ber ekki ábyrgð á töfum eða synjun á þjónustu neiti útgefandi greiðslukorts að heimila skuldfærslu og greiðslu til þjónustuveitanda.


4.1.   Viðskiptavini ber að kynna sér og fylgja öllum flutningsskilmálum þess flugfélags sem hann flýgur með. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum aukafarangursgjöldum eða öðrum viðurlögum af hvaða toga sem er, sem leiða kunna af því að flutningsskilmálum er ekki fylgt.


4.2.   Komi til þess að flugfélag krefjist aukafarangursgjalda vegna farangurs viðskiptavinar mun eftirfarandi framkvæmd eiga sér stað:


4.2.1.  Þjónustuveitandi mun greiða aukafarangursgjöld f.h. viðskiptavinar til að tryggja að farangurinn sé innritaður.


4.2.2.  Þjónustuveitandi mun reikningsfæra og innheimta viðskiptavin viðbótarkostnað fyrir aukafarangursgjöld en engin umsýslugjöld frá þjónustuveitanda munu leggjast á kröfuna.


4.2.3.  Þjónustuveitandi mun senda viðskiptavini í tölvupósti reikning fyrir greiðslu viðbótarkostnaðar með upplýsingum um aukafarangursgjöld.


4.2.4.  Ef ekki reynist mögulegt að skuldfæra viðbótarkostnað með uppgefnum greiðsluupplýsingum:


4.2.4.1.  Mun þjónustuveitandi hafa samband við viðskiptavin og óska eftir uppfærðum greiðsluupplýsingum til greiðslu kröfunnar,


4.2.4.2.  Viðskiptavini ber að greiða þjónustuveitanda fyrir viðbótarkostnað, án tafar, og í öllum tilvikum innan 10 virkra daga frá greiðslu aukagjalda.


4.2.4.3.   Ef viðbótarkostnaður er ekki greiddur innan 10 daga áskilur þjónustuveitandi sér rétt til að vísa málinu til innheimtufyrirtækis.



5.   Skyldur viðskiptavinar


5.1.  Viðskiptavinur skal vera á afhendingarstað á afhendingartíma, þ.e. þar sem farangur er sóttur.


5.2.  Ef viðskiptavinur er ekki á afhendingarstað á afhendingartíma:


5.2.1.Þjónustuveitandi mun bíða á afhendingarstað í allt að 10 mínútur. Viðskiptavinur fær í tölvupósti upplýsingar um hvenær þjónustuveitandi verður á afhendingarstað.


5.2.2.Ef viðskiptavinur er ekki á afhendingarstað innan 10 mínútna frá afhendingartíma verður pöntun á þjónustu afturkölluð án endurgreiðslu á kostnaði fyrir þjónustu.


5.3.  Með því að leggja fram pöntun á þjónustu staðfestir viðskiptavinur eftirfarandi:


5.3.1.Viðskiptavinur er orðinn 18 ára og er sjálfráða.


5.3.2.Viðskiptavinur óskar eftir því og felur þjónustuveitanda að annast farangur sinn og innrita hann til flutnings með flugfélagi til áfangastaðar sem viðskiptavinur tilgreinir í pöntun þjónustunnar.


5.3.3.Viðskiptavinur ábyrgist með því að fallast á skilmála þessa að hann er eigandi eða rétthafi farangurs eða hefur heimild slíks aðila og ber fulla ábyrgð á farangrinum og innihaldi hans.


5.3.4.Farangur inniheldur enga óheimila muni; hér vísast að öðru leyti til muna sem eru óheimilir með flugi samkvæmt skilmálum flugfélags, flugvalla eða annarra þar til bærra yfirvalda.


5.3.5.Farangur er innan við 32 kg. Ef farangur er yfir 32 kg verður farangri skilað til viðskiptavinar og viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum viðbótarkostnaði þess vegna.


5.3.6.Viðskiptavinur skal koma afhendingarstað á framfæri við þjónustuveitanda og tryggja aðgengi þjónustuveitanda að afhendingarstað.


5.3.7.Viðskiptavinur ábyrgist að allar upplýsingar í pöntun séu réttar og að gera þjónustuveitanda viðvart um allar breytingar á afhendingartíma.


5.3.8.Þrátt fyrir að aukafarangursgjöld kunni að falla á farangur hefur viðskiptavinur enga ástæðu til að ætla að farangurinn verði ekki innritaður af flugfélaginu;


5.3.9.Viðskiptavinur mun án tafar upplýsa þjónustuveitanda um allar breytingar á flugpöntun á síðustu stundu, þar með talið allar breytingar á fluginu, afpöntun flugs eða allar viðeigandi breytingar á farangursheimild viðskiptavinar;


5.3.10.  Viðskiptavinur pantaði ferð með fluginu sem hann gaf upp við pöntun;


5.3.11.  Viðskiptavinur mun auðkenna sig með löggildum skilríkum við móttöku og/eða afhendingu á farangri.


5.4.  Þegar viðskiptavinur afhendir eða tekur á móti farangri frá einum af fulltrúum þjónustuveitanda, ábyrgist viðskiptavinur að hann sé með öll nauðsynleg skjöl tiltæk til staðfestingar á pöntun.


6.   Viðbótarkostnaður


6.1.  Ef þjónustuveitanda er gert að skila farangri til viðskiptavinar án þess að þjónusta hafi verið innt af hendi vegna ástæðna sem varða ekki gáleysi eða ásetning þjónustuveitanda áskilur þjónustuveitandi sér rétt til að innheimta umsýsluþóknun í samræmi við verðskrá. Tilvik sem hér falla undir eru m.a:


6.1.1.Flugfélag neitar að innrita farangurinn þar sem hann fullnægir ekki reglum flugfélagsins


6.1.2.Viðskiptavinur óskar eftir því að farangri sé skilað til sín á flugvellinum;


6.1.3.Viðskiptavinur hættir við pöntun eftir að farangur er sóttur;


6.1.4.Farangur innifelur öryggishættu að mati þjónustuveitanda, flugfélagsins, rekstraraðila flugvallar eða opinberra yfirvalda;


6.1.5.Viðskiptavinur eða fulltrúi viðskiptavinar er ekki viðstaddur á afhendingarstað á afhendingartíma.


7.   Öryggisráðstafanir


7.1.  Þjónustuveitanda er heimilt að skima farangur viðskiptavinar vegna öryggisráðstafana.


7.2.  Þjónustuveitandi mun ekki opna eða leita í farangri viðskiptavinar án samþykkis viðskiptavinar nema í þeim tilvikum þegar þjónustuveitanda er gert að opna eða leita í farangri að skipan handhafa opinbers valds, rekstraraðila flugvallar eða flugfélags.


8.   Eðlileg notkun þjónustu.


8.1.  Þjónustuveitanda er heimilt að hafna pöntun ef viðskiptavinur eða þriðji aðili sem tengist viðskiptavini endurselur þjónustuna eða notar hana í öðrum viðskiptalegum tilgangi án samþykkis þjónustuveitanda eða brýtur á einhvern hátt gegn ákvæðum skilmála þessara.


9.   Ytri atvik


9.1.  Þjónustuveitandi ber enga ábyrgð á misbresti við að veita þjónustuna eða tapi eða tjóni sem stafar af atburði utan stjórnar þjónustuveitanda, eða hvers kyns athöfn eða athafnaleysi viðskiptavinar eða þriðja aðila, þar með talið en ekki takmarkað við:


9.1.1.Viðskiptavinur, farangur eða flugfélag uppfyllir ekki öryggiskröfur;


9.1.2.Röskun á flugi eða öðrum samgöngum innanlands eða erlendis;


9.1.3.Þjónustuveitandi getur ekki tryggt að hann uppfylli öll ákvæði þessa skilmála og haldið uppi sömu þjónustu komi upp óviðráðanleg staða vegna ófyrirséðra orsaka (force majeure), t.d. viðskiptahamlana, flutningsskaða, eldsvoða, óveðurs, farsóttar, verkfalla, náttúruhamfara, stríðsástands, hryðjuverka, hópslysa, sóttvarna, eða truflunar á fjarskiptum eða orkuveitum.


9.1.4.Aðgerðir landamæraeftirlits, flugmálayfirvalda, lögregluliðs, annarra handhafa opinbers valds eða flugvallarrekenda;


9.1.5.Vanræksla viðskiptavinar við að uppfylla skyldur samkvæmt skilmálum þessum;


9.1.6.Farangur sem er það illa farinn af hendi 3. aðila (þ.m.t. starfsmönnum flugfélags eða flugvallarrekanda), að þjónustuveitandi getur ekki borið kennsl á eða fundið farangurinn;


9.1.7.Seinkun flugs.


10. Afpöntun viðskiptavinar


10.1.        Afpantanir verða að fara fram í gegnum netreikning viðskiptavinar eða í gegnum þjónustudeild þjónustuveitanda.


10.2.        Afpöntun telst aðeins vera staðfest þegar viðskiptavinur fær staðfestingarpóst frá þjónustuveitanda.


10.3.        Þegar viðskiptavinur notar brottfararþjónustuna verða afpantanir að berast innan tveggja (2) klukkustunda fyrir afhendingartíma. Ef afpöntun viðskiptavinar berst ekki innan tveggja klukkustunda endurgreiðir þjónustuveitandi ekki viðskiptavini.


10.4.        Allar endurgreiðslur vegna afpöntunar eru greiddar innan tíu (10) daga frá dagsetningu staðfestingartölvupósts fyrir afpöntun.


11. Aflýsing þjónustuveitanda


11.1.        Þjónustuveitanda er heimilt að aflýsa þjónustu á hvaða stigi sem er áður en farangur er sóttur til viðskiptavinar. Þjónustuveitanda ber ekki skylda að upplýsa um forsendur aflýsingar.


12. Persónuvernd


12.1.        Vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög nr. 90/2018, eins og nánar er tilgreint í persónuverndarstefnu þjónustuveitanda sem er aðgengileg á heimasíðu þjónustuveitanda,


12.2.        Viðskiptavinur samþykkir vinnslu persónuupplýsinga vegna þjónustu. 


12.3.        Persónuverndarstefna þjónustuveitanda setur fram upplýsingar um hvernig þjónustuveitandi notar persónuupplýsingarnar um viðskiptavin. Ef viðskiptavinur pantar þjónustu í umboði annars aðila eða skráir 3. aðila sem notanda ber viðskiptavini að vekja athygli þeirra á persónuverndarstefnu þjónustuveitanda og tryggja að þeir samþykki vinnslu persónuupplýsinga og að öðru leyti samþykki skilmála persónuverndarstefnunnar.


13. Almennar ábyrgðartakmarkanir


13.1.        Viðskiptavinur ber alla ábyrgð á að farangur sé tryggður fyrir flutningi eða gagnvart þjónustunni. Þjónustuveitandi tryggir ekki farangur.


13.2.        Þjónustuveitandi ber ekki ábyrgð á tjóni á óheimilum farangri eða útilokuðum farangri.


13.3.        Þjónustuveitandi ber ekki ábyrgð á skemmdum eða tapi á óinnrituðum farangri nema slíkt tjón eða tap sé af völdum beinnar vanrækslu þjónustuveitanda.


13.4.        Ef farangur viðskiptavinar eða innihald farangurs verður fyrir tjóni vegna vanrækslu þjónustuveitanda mun þjónustuveitandi bæta viðskiptavini beint og sannanlegt tjón upp að hámarks- heildarfjárhæð [ISK …] og að öðru leyti í samræmi við [skilmála þessa / ákveða skilmála, tilkynningafrestur, sönnun á tjóni o.s.frv.]


13.5.        Þjónustuveitandi ber enga ábyrgð á tollgjöldum eða öðrum opinberum gjöldum sem leggjast kunna á farangur.


13.6.        Þjónustuveitandi ber ekki ábyrgð á samningsrofi, broti á lögbundnum skyldum eða á annan hátt á (i) óbeinu, sérstöku eða afleiddu tjóni, (ii) tjóni vegna rekstrarstöðvunar, (iii) tapi á hagnaði, (iv) tapi á tekjum, (vi) tapi á viðskiptavild; (vii) tapi á gögnum, eða óbeinu eða afleiddu tjóni viðskiptavinar hverju nafni sem nefnist.


13.7.        Þjónustuveitandi ber enga ábyrgð gagnvart viðskiptavini vegna tafa á framkvæmd eða vanrækslu á að uppfylla skyldur þjónustuveitanda samkvæmt þessum skilmálum ef seinkunin eða bilunin stafaði af einhverjum aðstæðum sem þjónustuveitandi hefur ekki stjórn á.


13.8.        Þjónustuveitandi ber enga ábyrgð á skemmdum farangri sem viðskiptavinur hefur ekki tilkynnt skriflega um innan sjö (7) daga frá því að þjónusta fór fram. Viðskiptavinur verður að leggja fram skjöl sem sýna fram á skilyrði skaðabótaábyrgðar séu uppfyllt innan fjórtán (14) daga frá því að þjónusta var veitt.


13.9.        Þjónustuveitandi ber enga ábyrgð vegna tjóns á farangri ef ekki er sannað að tjón hafi orðið meðan farangur var í vörslu og á ábyrgð þjónustuveitanda.


14. Breytingar á skilmálum


14.1.        Þjónustuveitandi áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum án fyrirvara. Við breytingar á skilmálunum verður uppfærð útgáfa þeirra birt á síðu þjónustuveitanda. Gildir hún þá um öll viðskipti sem stofnað er til eftir birtingu þeirra.






Viðauki A - Skilmálar vegna brottfarar.


Þjónustuveitandi er með farangursþjónustu fyrir brottför í samræmi við eftirfarandi viðbótarskilmála (“brottfararskilmálar”)


1.   Framboð þjónustu


1.1.  Þjónusta fyrir brottför er í boði fyrir flug með flugfélögum sem eru samstarfsfélagar þjónustuveitanda þegar brottför er frá Keflavíkurflugelli / Flugstöð Leifs Eiríkssonar.


1.2.  Þjónusta er í boði ef viðskiptavinur skilur farangur eftir á samþykktum afhendingarstað.


2.   Pöntun


2.1.  Pöntun verður að vera í nafni og á ábyrgð þess sem er með pantað flug með flugfélaginu.


3.   Söfnun á farangri


3.1.  Viðskiptavinur verður að innrita sig í flugið fyrir afhendingartíma farangurs.


3.2.  Viðskiptavinur skal samhliða afhendingu framvísa brottfararspjaldi og gildum persónuskilríkjum sem hann notast við í innritunarferli flugfélagsins.


3.3.  Ef viðskiptavinur er ekki á afhendingarstað farangurs eða framvísar ekki gildum persónuskilríkjum verður pöntun viðskiptavinar aflýst og krafist endurgjalds í samræmi við ákvæði viðskiptaskilmála þjónustuveitanda.


3.4.  Ef flug viðskiptavinar innifelur flug með öðru flugfélagi skal viðskiptavinur fylgjast með að farangur sinn sé í samræmi við farangursheimild viðskiptavinar í fluginu. Viðskiptavinur ber einn ábyrgð á að tryggja að stærð og þyngd farangurs sé í samræmi við skilmála flugfélagsins eða flugfélaganna.


3.5.  Þrátt fyrir að fulltrúi þjónustuveitanda kunni að vigta farangur viðskiptavinar á afhendingarstað þá er vigtunin ekki nákvæm og eingöngu til leiðbeiningar. Fylgni við farangursstefnu flugfélagsins er á ábyrgð viðskiptavinar og þjónustuveitandi ber ekki ábyrgð á aukafarangursgjöldum sem flugfélagið, flugstöðin eða opinberir aðilar kann að leggja á.


3.6.  Ef þjónustuveitandi kemur ekki farangri til flugfélags í tæka tíð fyrir brottför vegna vanrækslu þjónustuveitanda og farangurinn fylgir ekki fluginu mun þjónustuveitandi tryggja að farangurinn verði sendur á lokaáfangastað viðskiptavinar.


4.   Samkomulag við flugfélög


4.1.  Þjónustuveitandi en ekki samstarfsfélagar, s.s. flugfélög, ber ábyrgð á þjónustunni. Samstarfsfélagi er ekki aðili að samningum þjónustuveitanda við viðskiptavin. Allar fyrirspurnir, kröfur eða kvartanir vegna þjónustunnar skulu berast til þjónustuveitanda.


4.2.  Brottfararskilmálarnir eru ekki hluti af samningi viðskiptavinar og flugfélags eða annarra samstarfsfélaga þjónustuveitanda. Brottfararskilmálarnir hafa engin áhrif á skilmála milli flugfélags og viðskiptavinar vegna flugsins.

Share by: